Innlent

Guðmundur: Sáttur við að bera ekki ábyrgð á núverandi þróun

Guðmundur Þóroddsson, fráfarandi forstjóri OR og REI.
Guðmundur Þóroddsson, fráfarandi forstjóri OR og REI.

Guðmundur Þóroddsson er hættur sem forstjóri REI. Sú ákvörðun var tekin á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag og staðfesti Guðmundur það í samtali við Vísi.

"Ég veit nú ekki hvaða viðbrögð ég á að sýna við þessari ákvörðun en hún kom mér svo sem ekki á óvart. Ég vissi þetta og hef grunað það afskaplega lengi að þetta yrði raunin," segir Guðmundur í samtali við Vísi.

Guðmundur sagði í viðtali við Vísi 12. febrúar síðastliðinn að hann gerði ráð fyrir að snúa aftur í forstjórastól OR nema að það vantaði sökudólg fyrir klúðrið í REI-málinu.

Hann segist ekki vera bitur eða reiður í dag. "Ég er ekki fúll heldur bara sáttur við að bera ekki ábyrgð á núverandi þróun,," segir Guðmundur og segir orð sín frá 12. febrúar standa.

Hann hlakkar til að taka loksins almennilegt sumarfrí. "Ég hef ekki farið í sumarfrí í mörg ár þannig að þetta verður kærkomið. Við hjónin erum núna á leiðinni á Hótel Búðir þar sem við ætlum að eiga rómantíska helgi," segir Guðmundur.

Ekki hefur verið tilkynnt hver tekur við af Guðmundi sem forstjóri REI og sagðit Guðmundur ekki hafa hugmynd hver eftirmaður hans yrði. Ljóst er að Hjörleifur Kvaran verður áfram forstjóri Orkuveitunnar.



.


Tengdar fréttir

Guðmundur snýr ekki aftur í forstjórastól OR

Guðmundur Þóroddsson, núverandi forstjóri REI, snýr ekki aftur í forstjórastól OR líkt og hugmyndir voru uppi þegar hann tók sér sjö mánaða leyfi sem forstjóri OR í byrjun september á síðasta ári til að sinna REI.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×