Innlent

Guðmundur snýr ekki aftur í forstjórastól OR

Guðmundur Þóroddsson verður ekki forstjóri OR á ný.
Guðmundur Þóroddsson verður ekki forstjóri OR á ný.

Guðmundur Þóroddsson, núverandi forstjóri REI, snýr ekki aftur í forstjórastól OR líkt og hugmyndir voru uppi þegar hann tók sér sjö mánaða leyfi sem forstjóri OR í byrjun september á síðasta ári til að sinna REI.

Þetta staðfesti Kjartan Magnússon, stjórnarformaður OR, í samtali við Vísi. Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi OR í dag. Við atkvæðagreiðsluna sátu fulltrúar VG og Samfylkingarinnar hjá. Kjartan sagði að ekki yrði gerður sérstakur starfslokasamningur við Guðmund heldur yrði farið eftir ráðningasamningi sem gerður var við hann árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×