Innlent

Mál afgreidd í skjóli nætur á Alþingi?

Álfheiður Ingadóttir.
Álfheiður Ingadóttir. MYND/GVA

Deilt var um það á Alþingi í morgun hvort næturfundur yrði í kvöld eða ekki. Það voru þingmenn stjórnarandstöðunnar sem vildu frá svör um það hvort til stæði að halda fund lengur en til miðnættis og bentu á að stór mál væru á dagskrá í dag, sem meðal annar sneru að menntakerfinu. 

Ótækt væri að ræða þau um nætur og því vildu þeir að forseti gæfi það upp hvort fundur yrði lengur en til miðnættis. Var meðal annars vísað til nýrra þingskaparlaga sem hefðu átt að gera Alþingi að fjölskylduvænni vinnustað.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, starfandi forseti þingsins, benti á að samþykkt hefði verið í upphafi fundar að hann stæði þar til dagskrá væri lokið. Þá benti hún á að fáir kvöldfundir hefðu verið í vetur, þrír þingfundir hefðu verið til um klukkan átta og fjórir fram eftir kvöldi.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, benti þá á að mál hefðu komið seint inn á þing vegna ósamstöðu stjórnarinnar og nú ætti að afgreiða mál í skjóli nætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×