Lífið

Sameinuðu Þjóðirnar heiðra Sigur Rós og Björk

Björk Guðmundsdóttir. Heiðruð af Sameinuðu Þjóðunum.
Björk Guðmundsdóttir. Heiðruð af Sameinuðu Þjóðunum.
Sameinuðu Þjóðirnar heiðra Sigur Rós og Björk með því að skipa þau í flokk vina Sameinuðu Þjóðanna. Tilefnið eru hinir risavöxnu náttúruverndartónleikar sem haldnir eru á morgun.

Í fréttatilkynningu frá Árna Snævari, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum sem sér um umhverfismál á skrifstofu UNRIC í Brussel, segir að framtak íslenska tónlistarfólksins sé til fyrirmyndar.

"...og við vonumst til að samvinna okkar verði fyrsta en ekki síðasta skrefið í samvinnu um slíka vitundarvakningu," segir Árni.

Auk þess að verða vinir Sameinuðu þjóðanna munu Sigur Rós og Björk starfa náið með samtökunum að umhverfismálum. Á morgun verður opnuð heimasíðan nattura.info og einnig munu aðstandendur tónleikana og UNRIC halda myndasamkeppni fyrir ungt fólk á Norðurlöndum þar sem þemað er hlýnun jarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×