Innlent

Eldfjallasérfræðingar funda

Ráðstefna Alþjóða Eldfjallafræðasambandsins er einn stærsti viðburður í vísindum á Íslandi í langan tíma. Hingað eru komnir allir helstu sérfræðingar í eldgosum í heiminum frá fimmtíu löndum.

Á ráðstefnunni er fjallað um eldfjöll og eldgos á jörðinni og öðrum hnöttum. Það er fjallað um það sem er að gerast niður í jörðunni og einng reyna menn að átta sig á hvaða áhrif gos hafa á umhverfið. En getum við þá ekki fengið upplýsingar um það í eitt skipti fyrir öll frá öllum þessum sérfræðingum hvenær og hvaða fjöll munu gjósa hér á landi á næstunni. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson.

Verðlaun kennd við Sigurð Þórarinsson jarðfræðing verða veitt á ráðstefnunni. Þau eru veitt framúrskarandi vísindamanni sem með ævistarfi sínu hefur átt grundvallarþátt í framþróun fræðigreinarinnar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×