Innlent

Hitinn á hálendinu er víða við frostmarkið

Fremur kalt var á landinu í morgunsárið miðað við árstíma en ísköld norðanátt leikur um landið. Hiti á hálendinu var við frostmarkið, allt frá Hveravöllum til Kárahnjúka.

Hitinn víða í byggð á norðaustanverðu landinu er aðeins þrjár til fjórar gráður. Þannig var fjögurra stiga hiti á Egilsstöðum klukkan níu og það var aðeins á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum sem hitastig var búið að skríða upp í tíu gráðurnar. Sex gráður voru á Akureyri, fimm á Ísafirði og í Reykjavík var átta stiga hiti klukkan níu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×