IMF og stórslysa-kapítalisminn 21. október 2008 06:00 Árni Daníel Júlíusson skrifar um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn Kanadíska blaðakonan Naomi Klein hefur skrifað bók sem heitir The Shock Doctrine: The Rise of Disaster Capitalism. Bókin fjallar um það hvernig nýfrjálshyggjumenn og stofnanir þeirra eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nýta sér stórslys og stóráföll af ýmsu tagi til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Meðal dæma sem hún nefnir eru einkavæðing skólakerfisins í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina hafði lagt borgina í eyði, einkavæðing og einkavinavæðing Bandaríkjanna á efnahagskerfinu í Írak eftir innrásina 2003, frjálshyggjutilraunin í Chile eftir morðið á Salvador Alliende 11. september 1973 o.fl. o.fl. Sameiginlegt þessum dæmum er að þeir sem ástunda nýfrjálshyggju af þessu tagi leita uppi svæði, aðstæður og lönd þar sem efnahagskerfið hefur orðið fyrir svo miklu áfalli að auðvelt er að koma stefnuskrá nýfrjálshyggjunnar í framkvæmd. Eitt af bestu dæmum um framkvæmd slíkrar stefnuskrár er líklega Rússland eftir fall Sovétríkjanna. Nýfrjálshyggjumenn fengu þar frítt spil og komu stefnuskrá sinni í framkvæmd. Velferðarkerfi sósíalismans var tekið niður og eignir ríkisins afhentar örfáum ólígörkum á silfurfati. Fámenn yfirstétt ræður nú ríkjum í Rússlandi og stjórnar með harðri hendi. Hér ætla nú Íslendingar að leita aðstoðar eftir sitt eigið efnahagslega stórslys. Rússar sjá sér leik á borði, þeir þekkja hvað hægt er að gera við slíkar aðstæður. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir fyrir einbeitta og sniðuga menn. Annað mjög gott dæmi er „aðstoð“ Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við lönd í Austur-Asíu eftir fjármálakreppu þar um slóðir árið 1997. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nýtt sér aðstæður þar sem stjórnvöld og almenningur voru í sjokki eftir fjármálahrun á verðbréfamörkuðum og heimtuðu „umbætur“ í anda nýfrjálshyggjunnar. „Umbætur“ þessar kostuðu Austur-Asíubúa enn meira en fjármálakreppan sjálf og Naomi Klein notar aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vandanum í Austur-Asíu 1997 sem enn eitt dæmi um það hvernig nýfrjálshyggjumenn nýta sér áföll af ýmsu tagi til að koma stefnuskrá nýfrjálshyggjunnar í framkvæmd. Það verður að segjast að líkurnar á því að aðstoð frá aðilum sem þeim sem Íslendingar eru núna að reyna að biðja um hjálp í vandræðum sínum er ekki líkleg til að reynast raunveruleg aðstoð. Langlíklegast að bæði Rússar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni reyna að fiska í gruggugu vatni hins efnahagslega stórslyss sem Íslendingar hafa orðið fyrir. „Aðstoðin“ gæti því orðið til að gera illt verra. Best væri að bíða átekta um sinn og sjá hverju fram vindur í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu, byggja upp nýjar bankastofnanir og koma á gjaldeyrisviðskiptum í gegn um þær. Við eigum að hafa gjaldeyrisvaraforða til níu mánaða, eftir því sem Seðlabankinn segir, svo ekkert virðist liggja á. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Árni Daníel Júlíusson skrifar um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn Kanadíska blaðakonan Naomi Klein hefur skrifað bók sem heitir The Shock Doctrine: The Rise of Disaster Capitalism. Bókin fjallar um það hvernig nýfrjálshyggjumenn og stofnanir þeirra eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nýta sér stórslys og stóráföll af ýmsu tagi til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Meðal dæma sem hún nefnir eru einkavæðing skólakerfisins í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina hafði lagt borgina í eyði, einkavæðing og einkavinavæðing Bandaríkjanna á efnahagskerfinu í Írak eftir innrásina 2003, frjálshyggjutilraunin í Chile eftir morðið á Salvador Alliende 11. september 1973 o.fl. o.fl. Sameiginlegt þessum dæmum er að þeir sem ástunda nýfrjálshyggju af þessu tagi leita uppi svæði, aðstæður og lönd þar sem efnahagskerfið hefur orðið fyrir svo miklu áfalli að auðvelt er að koma stefnuskrá nýfrjálshyggjunnar í framkvæmd. Eitt af bestu dæmum um framkvæmd slíkrar stefnuskrár er líklega Rússland eftir fall Sovétríkjanna. Nýfrjálshyggjumenn fengu þar frítt spil og komu stefnuskrá sinni í framkvæmd. Velferðarkerfi sósíalismans var tekið niður og eignir ríkisins afhentar örfáum ólígörkum á silfurfati. Fámenn yfirstétt ræður nú ríkjum í Rússlandi og stjórnar með harðri hendi. Hér ætla nú Íslendingar að leita aðstoðar eftir sitt eigið efnahagslega stórslys. Rússar sjá sér leik á borði, þeir þekkja hvað hægt er að gera við slíkar aðstæður. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir fyrir einbeitta og sniðuga menn. Annað mjög gott dæmi er „aðstoð“ Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við lönd í Austur-Asíu eftir fjármálakreppu þar um slóðir árið 1997. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nýtt sér aðstæður þar sem stjórnvöld og almenningur voru í sjokki eftir fjármálahrun á verðbréfamörkuðum og heimtuðu „umbætur“ í anda nýfrjálshyggjunnar. „Umbætur“ þessar kostuðu Austur-Asíubúa enn meira en fjármálakreppan sjálf og Naomi Klein notar aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vandanum í Austur-Asíu 1997 sem enn eitt dæmi um það hvernig nýfrjálshyggjumenn nýta sér áföll af ýmsu tagi til að koma stefnuskrá nýfrjálshyggjunnar í framkvæmd. Það verður að segjast að líkurnar á því að aðstoð frá aðilum sem þeim sem Íslendingar eru núna að reyna að biðja um hjálp í vandræðum sínum er ekki líkleg til að reynast raunveruleg aðstoð. Langlíklegast að bæði Rússar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni reyna að fiska í gruggugu vatni hins efnahagslega stórslyss sem Íslendingar hafa orðið fyrir. „Aðstoðin“ gæti því orðið til að gera illt verra. Best væri að bíða átekta um sinn og sjá hverju fram vindur í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu, byggja upp nýjar bankastofnanir og koma á gjaldeyrisviðskiptum í gegn um þær. Við eigum að hafa gjaldeyrisvaraforða til níu mánaða, eftir því sem Seðlabankinn segir, svo ekkert virðist liggja á. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar