Kvikmyndagerðarmenn keppa í kreppunni 21. október 2008 17:15 Garðar Stefánsson er einn af aðstandendum stuttmyndahátíðarinnar Ljósvakaljóða. Stuttmyndahátíð ungs fólks, Ljósvakaljóð, verður haldin í þriðja sinn í Norræna húsinu í Reykjavík 6. nóvember. Hingað til hefur keppnin farið fram samhliða Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík en ákveðið var nú að halda hana sér og gera stærri viðburð úr henni, að sögn Garðars Stefánssonar aðstandanda hátíðarinnar. Á þriðja tug stuttmynda tóku þátt í keppninni í fyrra. Vettvangur framtíðarfólks í kvikmyndmyndagerð ,,Framtíðarsýnin er að Ljósvakaljóð verði vettvangur þar sem kvikmyndagerðarmenn stígi sín fyrstu skref og að verði nokkurs konar leiðarljós ungra og hæfileikraríkra kvikmyndagerðarmanna í átt að kvikmyndagerð," segir Garðar. Á Ljósvakaljóði í ár verða meðal annars pallborðsumræður með þekktum innlendum kvikmyndagerðarmönnum. Ennfremur verða tvær keppnir haldnar. Annarsvegar stuttmyndakeppni þar sem keppt er um bestu mynd Ljósvakaljóða 2008 og hins vegar besta ,,pitchið." Pitch-keppnin er hugmynd sem sótt er til sambærilegra erlendra kvikmyndahátíða og felur í sér að fólk komi fram með mótaða hugmynd að stuttmynd, heimildamynd og/eða leikinni mynd. Kryddað með náungakærleik í kreppunni Aðspurður hvort hann telji að myndirnar í ár muni einkennist af fjármálakreppunni og neikvæðni segir Garðar: ,,Það er aldrei að vita. Myndirnar sem taka þátt í keppninni hverju sinni endurspegla oft það samfélagsmynstur sem við búum við hverju sinni. Vissulega ríkir mikið lægð yfir Íslendingum þessa dagana en ég vona þó að myndirnar í ár muni einkennast af smá vott af bjartsýni og ekki myndi skemma fyrir ef það yrði kryddað með smá náungakærleik. Það er vissulega hinn fullkomni menu fyrir ljósvakaljóð." Verðlaunafé í alíslenskum krónum Ljósvakaljóð er opin öllum þátttakendum á aldrinum 15 til 25 ára. Stuttmyndin má ekki vera eldri en 2 ára. Skilafrestur er mánudagurinn 3. nóvember. Veitt verða 75.000 krónu verðlaun fyrir bestu stuttmyndina og 20.000 krónur fyrir bestu pitch-hugmyndina. ,,Við vorum ekki nægilega fljótir að skipta yfir í evrur á sínum tíma," segir Garðar aðspurður hvort til greina hafi komið að hafa verðlaunaféð í evrum. ,,Vissulega má líta sérstaklega til þess fyrir næstu keppni, en í ár verður það blessuð krónan. Við vonum bara að hún verði ekki verðlausari í millitíðinni annars er það auðvitað heiðurinn sjálfur og sú viðurkenning sem fylgir því að vinna keppnina sem skiptir mestu." Ljósvakaljóð er hátíð sem unnin er í samstarfi við Zik Zak kvikmyndagerð, dvoted.net og Reykjavíkurborg. Hægt er að kynna sér Ljósvakaljóð og skrá sig í keppnina hér. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Stuttmyndahátíð ungs fólks, Ljósvakaljóð, verður haldin í þriðja sinn í Norræna húsinu í Reykjavík 6. nóvember. Hingað til hefur keppnin farið fram samhliða Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík en ákveðið var nú að halda hana sér og gera stærri viðburð úr henni, að sögn Garðars Stefánssonar aðstandanda hátíðarinnar. Á þriðja tug stuttmynda tóku þátt í keppninni í fyrra. Vettvangur framtíðarfólks í kvikmyndmyndagerð ,,Framtíðarsýnin er að Ljósvakaljóð verði vettvangur þar sem kvikmyndagerðarmenn stígi sín fyrstu skref og að verði nokkurs konar leiðarljós ungra og hæfileikraríkra kvikmyndagerðarmanna í átt að kvikmyndagerð," segir Garðar. Á Ljósvakaljóði í ár verða meðal annars pallborðsumræður með þekktum innlendum kvikmyndagerðarmönnum. Ennfremur verða tvær keppnir haldnar. Annarsvegar stuttmyndakeppni þar sem keppt er um bestu mynd Ljósvakaljóða 2008 og hins vegar besta ,,pitchið." Pitch-keppnin er hugmynd sem sótt er til sambærilegra erlendra kvikmyndahátíða og felur í sér að fólk komi fram með mótaða hugmynd að stuttmynd, heimildamynd og/eða leikinni mynd. Kryddað með náungakærleik í kreppunni Aðspurður hvort hann telji að myndirnar í ár muni einkennist af fjármálakreppunni og neikvæðni segir Garðar: ,,Það er aldrei að vita. Myndirnar sem taka þátt í keppninni hverju sinni endurspegla oft það samfélagsmynstur sem við búum við hverju sinni. Vissulega ríkir mikið lægð yfir Íslendingum þessa dagana en ég vona þó að myndirnar í ár muni einkennast af smá vott af bjartsýni og ekki myndi skemma fyrir ef það yrði kryddað með smá náungakærleik. Það er vissulega hinn fullkomni menu fyrir ljósvakaljóð." Verðlaunafé í alíslenskum krónum Ljósvakaljóð er opin öllum þátttakendum á aldrinum 15 til 25 ára. Stuttmyndin má ekki vera eldri en 2 ára. Skilafrestur er mánudagurinn 3. nóvember. Veitt verða 75.000 krónu verðlaun fyrir bestu stuttmyndina og 20.000 krónur fyrir bestu pitch-hugmyndina. ,,Við vorum ekki nægilega fljótir að skipta yfir í evrur á sínum tíma," segir Garðar aðspurður hvort til greina hafi komið að hafa verðlaunaféð í evrum. ,,Vissulega má líta sérstaklega til þess fyrir næstu keppni, en í ár verður það blessuð krónan. Við vonum bara að hún verði ekki verðlausari í millitíðinni annars er það auðvitað heiðurinn sjálfur og sú viðurkenning sem fylgir því að vinna keppnina sem skiptir mestu." Ljósvakaljóð er hátíð sem unnin er í samstarfi við Zik Zak kvikmyndagerð, dvoted.net og Reykjavíkurborg. Hægt er að kynna sér Ljósvakaljóð og skrá sig í keppnina hér.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira