Innlent

Einar: Slakt ástand þorskstofnsins yfirskyggir annað

Samkvæmt veiðiráðgjöf Hafrannsóknunarstofnunar verður þorskkvótinn minnkaður og leggur stofnunin til að þorskaflinn verði 124.000 tonn sem byggir á tillögu sem kynnt var fyrir ári. Í samtali við Vísi sagði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra ,,hið slaka ástand þorskstofnsins yfirskyggja margt annað í tillögunum."

Einar segir að í ljósi veiðiráðgjafar og ástands íslenskra fiskistofna komi ,,ekkert á óvart" í tillögum Hafrannsóknarstofnunar. Vitað hafi verið að draga þyrfti úr veiði á ýsu þar sem stofninn hafi verið borinn upp af óvenjulega stórum árgangi í sögulegu ljósi.

Í tillögunum er einnig að finna jákvæð tíðindi að mati Einars þar sem lagt er til að kvóti á humar, skötusel og fleiri tegundir verði aukinn.

Skýrslu Hafrannsóknunarstofnunar má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×