Arnaldur Indriðason vinnur að nýrri bók um Erlend og félaga Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. júní 2008 14:57 Arnaldur Indriðason tók á móti Blóðdropanum í gær. Mynd/ Viktor Arnar Ingólfsson „Þessi verðlaun hafa auðvitað mikla þýðingu fyrir okkur sem erum að fást við glæpasagnagerð. Ekki síst vegna þess að þau gefa tækifæri til þess að taka þátt í keppnum um bestu glæpasögur Norðurlanda og vera þar með í hópi með kollegum okkar á Norðurlöndunum," segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Arnaldur hlaut í gær Blóðdropann, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, fyrir nýjustu bók sína Harðskafa. „Þetta er gott og þarft framtak hjá Glæpafélaginu að standa að þessu svona veglega og tengja okkur þarna beint í skandinavísku glæpasagnahefðina," segir Arnaldur jafnframt. Harðskafi verður framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna, Glerlykilsins, sem Arnaldur hefur tvisvar sinnum hlotið, en hann er eini Íslendingurinn sem hefur hlotið þessi verðlaun. „Ég held að það sé að glæðast meiri og meiri áhugi ár frá ári á þessari gerð bókmennta. Það sýnir sig bæði í aukinni útgáfu og auknum lestri, enda sýnist mér að það séu komnir fram mjög frambærilegir höfundar," segir Arnaldur þegar hann er spurður að því hvort áhuginn Íslendinga á glæpasögum sé að aukast. Að sögn Arnaldar hefur Harðskafi hvergi komið út erlendis ennþá. „Það er verið að þýða hana og hún kemur út í Svíþjóð og Noregi snemma á næsta ári veit ég," segir Arnaldur. Bókin verður svo að sjálfsögðu einnig þýdd á ensku og þýsku. Íslenskir aðdáendur Erlendar, Sigurðar Óla og Elínborgar geta glaðst því að Arnaldur segir að ný bók í seríunni muni koma út þann 1. nóvember næstkomandi. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
„Þessi verðlaun hafa auðvitað mikla þýðingu fyrir okkur sem erum að fást við glæpasagnagerð. Ekki síst vegna þess að þau gefa tækifæri til þess að taka þátt í keppnum um bestu glæpasögur Norðurlanda og vera þar með í hópi með kollegum okkar á Norðurlöndunum," segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Arnaldur hlaut í gær Blóðdropann, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, fyrir nýjustu bók sína Harðskafa. „Þetta er gott og þarft framtak hjá Glæpafélaginu að standa að þessu svona veglega og tengja okkur þarna beint í skandinavísku glæpasagnahefðina," segir Arnaldur jafnframt. Harðskafi verður framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna, Glerlykilsins, sem Arnaldur hefur tvisvar sinnum hlotið, en hann er eini Íslendingurinn sem hefur hlotið þessi verðlaun. „Ég held að það sé að glæðast meiri og meiri áhugi ár frá ári á þessari gerð bókmennta. Það sýnir sig bæði í aukinni útgáfu og auknum lestri, enda sýnist mér að það séu komnir fram mjög frambærilegir höfundar," segir Arnaldur þegar hann er spurður að því hvort áhuginn Íslendinga á glæpasögum sé að aukast. Að sögn Arnaldar hefur Harðskafi hvergi komið út erlendis ennþá. „Það er verið að þýða hana og hún kemur út í Svíþjóð og Noregi snemma á næsta ári veit ég," segir Arnaldur. Bókin verður svo að sjálfsögðu einnig þýdd á ensku og þýsku. Íslenskir aðdáendur Erlendar, Sigurðar Óla og Elínborgar geta glaðst því að Arnaldur segir að ný bók í seríunni muni koma út þann 1. nóvember næstkomandi.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira