Innlent

Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Plank

Plank hefur haldið fram sakleysi sínu í íslenskum fjölmiðlum.
Plank hefur haldið fram sakleysi sínu í íslenskum fjölmiðlum.

Farið verður fram áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Premyzlaw Plank, pólskum karlmanni sem grunaður er um ýmsa glæpi í heimalandi sínu, í dag.

Hæstiréttur staðfesti í gær þá ákvörðun dómsmálaráðherra að Plank skyldi framseldur til Póllands að beiðni þarlendra yfirvalda. Þar er hann eftirlýstur vegna gruns um aðild að glæpum í borginni Wloclawek, þar á meðal ólöglegri dreifingu fíkniefna, líksamárásum, manndrápi og fleira. Plank var úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag en farið verður fram á áframhaldandi gæslu þar til hann verður sendur úr landi.

Að sögn Þóris Hrafnssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, er búið að tilkynna pólskum yfirvöldum ákvörðun Hæstaréttar. Hann á von á að það skýrist á næstu dögum hvenær Plank verður fluttur til Póllands og hvort það verður í fylgd íslenskra eða pólskra lögreglumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×