Erlent

Starfsfólk SÞ flutt frá Darfurhéraði

Frá Darfur í Súdan. MYND/Reuters
Frá Darfur í Súdan. MYND/Reuters

Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í dag að flytja hluta af starfsliði sínu frá frá Darfurhéraði í Súdan.

Ákvörðunin er tekin í kjölfar nýlegra árása á starfsmenn SÞ og ekki síst vegna kröfu saksóknara stríðsglæpadómstóls SÞ frá því fyrr í dag um að handtökuskipun verði gefin út á hendur Omar al-Bashir, forseti Súdans, vegna þjóðarmorðs í héraðinu.

Bashir neitar ásökunum og segir þær vera lygi.

Sameinuðu þjóðirnar telja að 300.000 manns hafi dáið eftir að átök brutust út á svæðinu árið 2003 og rúmlega tvær milljónir manna hafi flúið heimili sín.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×