Innlent

Varað við hálku og hálkublettum víða um land

MYND/Gunnar

Vegagerðin varar við hálkublettum víða um land, einkum þó á fjallvegum.

Þannig eru hálkublettir á Steingrímsfjarðar- og Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðum og á Norðurlandi eru hálkublettir á Þverárfjalli, Lágheiði og í Öxnadal. Hálka er á Hólasandi, Mývatnsheiði, Tjörnesi og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og þá snjóar sums staðar á Norðurlandi.

Á Austurlandi er snjóþekja á Hellisheiði eystri og einnig á Vopnafjarðar-, Öxafjarðar- og á Sandvíkurheiði. Hálka er á Fjarðarheiði. Vegagerðin hvetur vegfarendur til að fylgjast með veðri og veðurspá nú þegar haustið tekur við.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×