Innlent

Gert ráð fyrir tengibyggingu úr gleri

Tengibygging úr gleri á milli gömlu húsanna númer fjögur og sex við Laugaveginn og þakgarður á bakhýsi, eru meðal annars að finna í tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir svæðið.

Á fundi skipulagsráðs í gær var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir svæðið. Megin inntak hennar er að vernda götumyndina við Laugaveg , ednurbyggja gömlu húsin og uppbygging fyrir verslun og þjónustu á reitnum. Ytra byrði gömlu húsanna verður fært í upprunalegt horf, byggð létt tengibygging með kjallara, einni hæð og annarri inndreginni.

Miðað er við að innangengt verði milli húsanna við Laugaveg og hússins við Skólavörðustíg 1-a og að þaki tengibyggingarinnar verði útivistarpláss. Hægt er að kynna sér tillöguna hjá Skipulags- og byggingasviði borgarinnar að Borgartúni þrjú. Ábendingar frá Minjasafni Reykjavíkur og Húsafriðunarnefnd voru hafðar til hliðsjónar við gerð tillögunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×