Erlent

Ungverskri kirkjuklukku stolið

Myndin tengist ekki þessari frétt. Á henni sést hins vegar kirkja frá 14. öld í bænum Suurhusen í Þýskalandi sem er samkvæmt Heimsmetabók Guinness mest hallandi bygging heims.
Myndin tengist ekki þessari frétt. Á henni sést hins vegar kirkja frá 14. öld í bænum Suurhusen í Þýskalandi sem er samkvæmt Heimsmetabók Guinness mest hallandi bygging heims.

Lögreglan í Ungverjalandi leitar nú að þjófum sem stálu 300 kg þungri koparklukku úr turni kirkjunnar í bænum Kadusnay. Prestur kirkjunnar uppgvötvaði það um helgina að klukkan var horfin er hann ætlaði að hringja til messu. Lögreglan furðar sig á þessu máli. Klukkan var í turni kirkjunnar í 20 metra hæð frá jörðu. það hefur því þurft öflugan krana og minnst tíu menn til að fjarlægja hana. Hinsvegar varð enginn var við neitt nóttina áður en klukkan hvarf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×