Erlent

Kosið í Serbíu í dag

Kosið verður til þings í Serbíu í dag í einhverjum mikilvægustu kosningum frá því Slobodan Milosevic var hrakinn frá völdum árið 2000. Mjótt er á mununum milli bandalags Boris Tadic, forseta Serbíu, og þjóðernissinna en úrslit kosninganna ráða miklu um hvort Serbía gerist aðili að Evrópusambandinu. Tadic er hliðhollur aðild að ESB og nánara samstarfi við Vesturlönd en þjóðernissinnar eru andvígir aðild og vilja taka upp náið samstarf við Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×