Innlent

Trillusjómaður missti meðvitund við Geldingarnes

Frá slysstað nú undir kvöld. Mynd/ Vilhelm.
Frá slysstað nú undir kvöld. Mynd/ Vilhelm.

Maður á litlum báti var hætt kominn í sjónum nálægt Geldingarnesi nú um áttaleytið. Talið er að maðurinn hafi fengið misst meðvitund og báturinn siglt í strand. Lögregla og sjúkralið var kvatt á staðinn og hófu endurlífgun um leið og þau náðu að manninum. Ekki fást nákvæmar upplýsingar um líðan mannsins að svo komnu máli.

Um tíma var óttast að maður hefði fallið af bátnum og í sjóinn en svo reyndist ekki vera.

Að sögn viðstaddra virðist báturinn ekki hafa verið á miklum hraða þegar að hann fór upp að landi því hann er enn á floti.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×