Erlent

Ellefu ráðherrar segja af sér í S-Afríku

Kgalema Motlanthe og Jacob Zuma á blaðamannafundi í dag.
Kgalema Motlanthe og Jacob Zuma á blaðamannafundi í dag. MYND/AFP

Ellefu ráðherrar og aðstoðarráðherrar í ríkisstjórn Suður-Afríku hafa ákveðið að segja af sér í kjölfarið þess á Thabo Mbeki tilkynnti að hann ætlar að láta af embætti forseta landsins næstkomandi fimmtudag.

Afríska þjóðarráðið sem er helsti stjórnmálaflokkur Suður-Afríku ákvað í gær að Kgalema Motlanthe, varaformaður flokksins, taki við sem forseti landsins fram yfir þingkosningarnar í byrjun næsta árs.

Ákvörðun ráðherranna er áfall fyrir Afríska þjóðarráðið og leiðtoga þess Jacob Zuma. Hann harmar þó ekki ákvörðunina og telur að hún muni ekki hafa umtalsverð áhrif.




Tengdar fréttir

Enn er þrýst á Mbeki að segja af sér

Hart er deilt í Afríska þjóðarráðinu helsta stjórnmálaflokki Suður-Afríku um það hvort að Thabo Mbeki forseti eigi að segja af sér embætti.

Kgalema Motlanthe næsti forseti S-Afríku

Afríska þjóðarráðið sem er helsti stjórnmálaflokkur Suður-Afríku hefur ákveðið að Kgalema Motlanthe, varaformaður flokksins, taki við sem forseti landsins fram yfir þingkosningarnar í byrjun næsta árs.

Mbeki segir formlega af sér

Thabo Mbeki hefur nú formlega sagt af sér sem forseti Suður-Afríku. Hann mun láta af embætti um leið og búið er að finna einhvern til þess að taka við embættinu fram að næstu kosningum sem verða á næsta ári. Ekki er ljóst hver muni taka við í millitíðinni en talið er að þingforsetinn Baleka Mbeta taki við.

Mbeki ætlar að segja af sér

Forseti Suður Afríku, Thabo Mbeki, lýsti því yfir í dag að hann hyggðist segja af sér. Afríska þjóðarráðið, stærsti stjórnmálaflokkur landsins, hefur kallað eftir afsögn hans en ástæðan er sú að Mbeki er grunaður um að hafa tekið þátt í samsæri gegn keppinaut sínum Jacob Zuma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×