Erlent

Enn er þrýst á Mbeki að segja af sér

Thabo Mbeki á blaðamannfundi í Harare nýverið.
Thabo Mbeki á blaðamannfundi í Harare nýverið. MYND/AFP

Hart er deilt í Afríska þjóðarráðinu helsta stjórnmálaflokki Suður-Afríku um það hvort að Thabo Mbeki forseti eigi að segja af sér embætti.

Allt frá því um seinustu helgi hefur verið þrýst á Mbeki um að láta af embætti sem forseti í kjölfar þess að dómari vísaði frá spillingamáli sem var höfðað gegn Jacob Zuma, forseta Afríska þjóðarráðsins. Mbeki hefur alfarið neitað ásökunum og seinast gerði hann það í gær.

Mbeki er sakaður um að hafa beitt pólitískum áhrifum sínum svo Zuma yrði lögsóttur. Zuma fór með sigur af hólmi í forsetakjöri Afríska þjóðarráðsins á síðasta ári en hann keppti um embættið við Mbeki.

Í kjölfar dómsins er talið öruggt að Zuma taki við af Mbeki sem forseti eftir kosningarnar á næsta ári þegar kjörtímabili Mbeki líkur.

Framkvædastjórn Afríska þjóðarráðsins sem er að mestu skipað stuðningsmönnum Zuma getur ekki Mbeki frá störfum.

Á Suður-Afríska þinginu tilheyra 297 þingmenn af 400 Afríska þjóðarráðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×