Lífið

Krónprinsinn er rosalegur töffari -myndband

Óli Tynes skrifar
Krónprinsinn og prinsessan á Bessastöðum.
Krónprinsinn og prinsessan á Bessastöðum.

Fredrik André Henrik Christian krónprins Danmerkur er góðlegur og vingjarnlegur maður. Hann þykir einstaklega kurteis og ljúfur í umgengni og ásamt Mary eiginkonu sinni nýtur hann elsku dönsku þjóðarinnar.

Hann er alltaf óaðfinnanlega klæddur og vel til hafður. Það er því kannski dálítið erfitt að sjá hann fyrir sér drullugan uppfyrir haus. Á harðahlaupum með spúandi vélbyssu í höndunum. Það er þó hluti af því sem hann er.

Eins og venja er með konungssyni fór hann í herskóla og gegndi herþjónustu. Þar kom hann víða við, bæði hjá landher, flugher og flota. Það sem skilur hann frá öðrum konungssonum er að hann gekk til liðs við og þjálfaði með úrvalssveit danska flotans, Froskmannasveitinni.

Þar er þjálfunin svo hrikaleg að það er ekki nema brot af þeim sem byrja, sem komast í gegnum hana. Fredrik var einn af þeim sem kláraði.

Breska víkingasveitin SAS (Special Air Service) þykir með þeim harðsnúnustu í heimi. Einn fyrrverandi liðsmanna hennar skrifaði bók um þá upplifun sína að vera í sveitinni.

Hann taldi auðvitað að SAS væru bestir, en þó væru örfáar úrvalssveitir í heiminum sem stæðu nokkuð jafnfætis þeim hvað hörku og færni snerti. Meðal þeirra var danska Froskmannasveitin.

Á meðfylgjandi myndbandi frá danska sjóhernum má sjá hvað froskmennirnir þjálfa sig fyrir.

Smella hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.