Innlent

Bátur sökk í Faxaflóa

Mannbjörg varð á Faxaflóa þegar sex tonna fiskibátur sökk snemma í morgun.

Fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar að báturinn Eggja-Grímur hafi verið staddur á miðjum Faxaflóa þegar mikill leki kom að honum um hálfsjö í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Eir og björgunarbátar voru sendir til bátsins, auk þess báturinn Happasæl sem var nærstaddur.

Þyrlan kom að Eggja-Grím um hálfátta og fór sigmaður með dælu um borð í bátinn. Dæling bar hins vegar ekki árangur og um hálfníu var báturinn sokkinn en tveggja mannaáhöfn hans og sigmaður Gæslunnar voru komnir heilu og höldnu um borð í Happasæl. Þyrlan flutti síðan skipbrotsmenn til Reykjavíkur og lenti þar um níuleytið.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×