Innlent

Ólafur Ragnar íhugar að sæma strákana fálkaorðunni

Ólafur Ragnar Grímsson forseti íhugar að sæma alla handboltamennina, sem unnu til silfurverðlauna á Olympíuleikunum, fálkaorðunni þegar þeir koma til landsins á miðvikudag.

Þetta hefur Associated Press eftir forsetanum, sem rifjaði jafnframt upp að sem tólf ára drengur hafi hann hlustað á útvarpið þegar Íslendingur vann fyrst til silfurverðlauna á Olympiuleikunum í Ástralíu. Ólafur segir einnig við Associatet Press að ef einmhver hefði sagt fyrir mánuði að íslenska liðið kæmist á verðlaunapall, hefði honum ekki verið trúað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×