Innlent

,,Maðurinn var í losti svo við urðum að draga hann út"

Frá Laugardalnum fyrir stundu.
Frá Laugardalnum fyrir stundu.

Snarræði tveggja vegfaranda kom veg fyrir að illa færi þegar fólksbíll brann til kaldra kola og annar skemmdist mikið við Reykjaveg í Laugardalnum síðdegis. Allt lítur út fyrir að kviknað hafi í bílnum út frá gaskút í farangsrými bílsins sem varð alelda á skammri stundu.

,,Við heyrðum mikla prengingu og það tók okkur smá tíma til átta okkur á því hvað hafði gerst," segir Lydía Jónsdóttir sem stödd var í nágrenni bílsins ásamt vinkonu sinni.

Lydía hljóp að bílnum en þá hafði ökumaður bifreiðar, sem síðar kveiknaði í, borið að. Við sprenginguna brotnaði rúða í bílnum og hurð dældaðist sem gerði það að verkum að erfiðara var að ná manni út úr bifreiðinni.



Frá vettvangi fyrir stundu.

,,Maðurinn var í losti svo við urðum að draga hann út," segir Lydía og bætir við að þau hafi þurft að færa manninn í kjölfar þess að bílinn varð alelda. Skömmu síðar kom slökkviliðið á staðinn. ,,Það var ekkert annað í stöðunni en að draga hann út úr bílnum þó að við vorum í hættu."

Slökkvilið réði niðurlögum eldsins og var ökumaðurinn fluttur á slysadeild með talsvert alvarleg brunasár. Nánari upplýsingar um líðan hans hafa ekki enn fengist.














Tengdar fréttir

Bíll brann til kaldra kola

Fólksbíll brann til kaldra kola, og annar skemmdist mikið skammt frá Laugardalshöll síðdegis í dag. Svo virðist sem kviknaði hafi í út frá gaskútum í farangursrými bílsins. Bíllinn varð alelda á skammri stundu, og komst ökumaður bílsins út við illan leik. Hann var fluttur á slysadeild með brunasár en nánari upplýsingar um líðan hans fást ekki að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×