Úttekt á skólamálum Þór Ásgeirsson skrifar 7. maí 2008 03:00 Sá gleðilegi atburður átti sér stað fyrir skömmu að bæjarráð og bæjarstjórn Kópavogs samþykktu tillögu skólanefndarinnar um úttekt á skipulagi skólamála í Kópavogi. Nokkrum vikum áður hafði meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fellt sambærilega tillögu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, bæði í skólanefndinni og í bæjarstjórn. Rök meirihlutans fyrir því að fella tillöguna voru æði misjöfn og ljóst að engin fagleg rök voru fyrir þeim viðbrögðum. Halda mætti að pólitísk blinda hafi borið faglegan metnað ofurliði. Ber því að fagna að meirihlutinn hafi séð að sér. Ljóst er að umfang skólastarfs í Kópavogi hefur vaxið í réttu hlutfalli við stækkun bæjarins en hins vegar hefur fjöldi starfsmanna á fræðsluskrifstofu Kópavogs staðið í stað. Á þeim 12 árum sem fræðsluskrifstofan hefur starfað hefur nemendum í grunnskólum Kópavogs fjölgað um rúm 40 prósent og skólunum úr sjö í tíu. Á síðasta kjörtímabili var gerður samningur um fjárhagslegt sjálfstæði skólanna með tilkomu sérstaks skólasamnings. Engin formleg endurskoðun hefur farið fram á skólasamningnum en ýmislegt bendir til að hann þurfi að endurskoða og þá sérstaklega m.t.t. fjármagns til vettvangsferða, sérkennslu og þróunarstarfs innan skólanna. Þeirri fjölgun sem átt hefur sér stað í Kópavogi hafa fylgt ýmsir vaxtaverkir í skólasamfélaginu og mikið álag á starfsfólk fræðsluskrifstofunnar. Af þeim sökum er mjög mikilvægt að fá utanaðkomandi fagaðila til að meta á hlutlausan hátt skipulag skólamála, greina styrkleika og veikleika kerfisins, og skerpa á meginhlutverki fræðsluskrifstofunnar. Rúmlega helmingur skatttekna bæjarins fer í skólamál og því er mikilvægt að þeir fjármunir séu nýttir vel, en þó þarf um leið að hlúa vel að starfsfólki og nemendum skólanna. Allir grunnskólar viðhafa svokallað innra mat sem er partur af gæðakerfi þeirra. Faglegt mat á skipulagi skólasamfélagsins er því í takti við nútímastjórnunarhætti. Mjög mikilvægt er að Kópavogsbær styðji við það metnaðarfulla skólastarf sem er í Kópavogi. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í skólanefnd Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Sá gleðilegi atburður átti sér stað fyrir skömmu að bæjarráð og bæjarstjórn Kópavogs samþykktu tillögu skólanefndarinnar um úttekt á skipulagi skólamála í Kópavogi. Nokkrum vikum áður hafði meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fellt sambærilega tillögu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, bæði í skólanefndinni og í bæjarstjórn. Rök meirihlutans fyrir því að fella tillöguna voru æði misjöfn og ljóst að engin fagleg rök voru fyrir þeim viðbrögðum. Halda mætti að pólitísk blinda hafi borið faglegan metnað ofurliði. Ber því að fagna að meirihlutinn hafi séð að sér. Ljóst er að umfang skólastarfs í Kópavogi hefur vaxið í réttu hlutfalli við stækkun bæjarins en hins vegar hefur fjöldi starfsmanna á fræðsluskrifstofu Kópavogs staðið í stað. Á þeim 12 árum sem fræðsluskrifstofan hefur starfað hefur nemendum í grunnskólum Kópavogs fjölgað um rúm 40 prósent og skólunum úr sjö í tíu. Á síðasta kjörtímabili var gerður samningur um fjárhagslegt sjálfstæði skólanna með tilkomu sérstaks skólasamnings. Engin formleg endurskoðun hefur farið fram á skólasamningnum en ýmislegt bendir til að hann þurfi að endurskoða og þá sérstaklega m.t.t. fjármagns til vettvangsferða, sérkennslu og þróunarstarfs innan skólanna. Þeirri fjölgun sem átt hefur sér stað í Kópavogi hafa fylgt ýmsir vaxtaverkir í skólasamfélaginu og mikið álag á starfsfólk fræðsluskrifstofunnar. Af þeim sökum er mjög mikilvægt að fá utanaðkomandi fagaðila til að meta á hlutlausan hátt skipulag skólamála, greina styrkleika og veikleika kerfisins, og skerpa á meginhlutverki fræðsluskrifstofunnar. Rúmlega helmingur skatttekna bæjarins fer í skólamál og því er mikilvægt að þeir fjármunir séu nýttir vel, en þó þarf um leið að hlúa vel að starfsfólki og nemendum skólanna. Allir grunnskólar viðhafa svokallað innra mat sem er partur af gæðakerfi þeirra. Faglegt mat á skipulagi skólasamfélagsins er því í takti við nútímastjórnunarhætti. Mjög mikilvægt er að Kópavogsbær styðji við það metnaðarfulla skólastarf sem er í Kópavogi. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í skólanefnd Kópavogs.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun