Álið skilar meira en fiskurinn Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2008 21:08 Miklar breytingar hafa orðið á hlutfalli áls í þjóðarbúskapnum. Undanfarna tvo mánuði hefur útflutningur á áli skilað meiri tekjum en fiskafurðir. Í maí var flutt út ál fyrir 17,7 milljarða króna samkvæmt upplýsingum í morgunkroni Glitnis. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu er áætlað að ál verði 45 prósent af útflutningi þessa árs en sjávarútvegur 35 prósent. Mest munar um að álverið á Reyðarfirði er nú komið í full afköst og svo fæst hátt verð fyrir ál þessi misserin. Í fyrra voru flutt út 446.406 tonn af áli sem gáfu 80,3 milljarða, eða tæp 180 þúsund á tonnið. Samkvæmt nýjustu tölum um erlenda ferðamenn frá árinu 2007 komu 485.000 ferðamenn til landsins og voru gjaldeyristekjur af þeim 57 milljarðar eða um 117 þúsund á hvern ferðamann. Það má því segja að hver ferðamaður sé jafn verðmætur og 65 prósent af áltonninu. Nú er mikið rætt um kosti og galla álvera og mörgum finnst að meiri áherslu megi leggja á aðrar atvinnugreinar svo sem eins og ferðamannaþjónustu, þar sem vöxturinn hefur líka verið mikill undanfarin ár. Ef áætlanir ganga eftir er reiknað með að álframleiðslan tvöfaldist og flutt verði út um 770 þúsund tonn á þessu ári að verðmæti um 160 milljarðar. Aukningin er rúm 323 þúsund tonn. Til að jafna útflutningsverðmæti þessarar aukningar með erlendum ferðamönnum, þyrti þeim að fjölga um ríflega hálfa milljón miðað við fjölda þeirra og gjaldeyristekjur af þeim árið 2007. Þá yrði fjöldi ferðamanna tæp milljón á þessu ári. Miðað við sömu forsendur þyrftu 240 þúsund ferðamenn að koma til landsins til að jafna tekjur af 150 þúsund tonna álveri í Helguvík. Hér er eingöngu miðað við beinharðar tekjur en ekki tekið tillit til hversu mörg störf og fleira hver atvinnurgein skapar. Til að mynda er ekki tekið tillit til allrar eyðslu erlendra ferðamanna í tölum um tekjur af þeim. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á hlutfalli áls í þjóðarbúskapnum. Undanfarna tvo mánuði hefur útflutningur á áli skilað meiri tekjum en fiskafurðir. Í maí var flutt út ál fyrir 17,7 milljarða króna samkvæmt upplýsingum í morgunkroni Glitnis. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu er áætlað að ál verði 45 prósent af útflutningi þessa árs en sjávarútvegur 35 prósent. Mest munar um að álverið á Reyðarfirði er nú komið í full afköst og svo fæst hátt verð fyrir ál þessi misserin. Í fyrra voru flutt út 446.406 tonn af áli sem gáfu 80,3 milljarða, eða tæp 180 þúsund á tonnið. Samkvæmt nýjustu tölum um erlenda ferðamenn frá árinu 2007 komu 485.000 ferðamenn til landsins og voru gjaldeyristekjur af þeim 57 milljarðar eða um 117 þúsund á hvern ferðamann. Það má því segja að hver ferðamaður sé jafn verðmætur og 65 prósent af áltonninu. Nú er mikið rætt um kosti og galla álvera og mörgum finnst að meiri áherslu megi leggja á aðrar atvinnugreinar svo sem eins og ferðamannaþjónustu, þar sem vöxturinn hefur líka verið mikill undanfarin ár. Ef áætlanir ganga eftir er reiknað með að álframleiðslan tvöfaldist og flutt verði út um 770 þúsund tonn á þessu ári að verðmæti um 160 milljarðar. Aukningin er rúm 323 þúsund tonn. Til að jafna útflutningsverðmæti þessarar aukningar með erlendum ferðamönnum, þyrti þeim að fjölga um ríflega hálfa milljón miðað við fjölda þeirra og gjaldeyristekjur af þeim árið 2007. Þá yrði fjöldi ferðamanna tæp milljón á þessu ári. Miðað við sömu forsendur þyrftu 240 þúsund ferðamenn að koma til landsins til að jafna tekjur af 150 þúsund tonna álveri í Helguvík. Hér er eingöngu miðað við beinharðar tekjur en ekki tekið tillit til hversu mörg störf og fleira hver atvinnurgein skapar. Til að mynda er ekki tekið tillit til allrar eyðslu erlendra ferðamanna í tölum um tekjur af þeim.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira