Innlent

Fjöldi tilboða í knattspyrnuhús

Vestmannaeyingar ætla að byggja fótboltahús.
Vestmannaeyingar ætla að byggja fótboltahús.
Fjöldi tilboða barst í byggingu knattspyrnuhúss í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórnin ákvað að taka tilboði lægstbjóðanda, Steina og Olla, sem er upp á tæplega 350 milljónir króna að því er segir á eyjafrettir.is. Þar kemur einnig fram að bæjarstjóranum hafi verið falið að semja við verktakann um breytingar á verkáætlun og fyrirkomulagi þannig að í núverandi efnahagsástandi komi ekki til framkvæmda sem bera fyrst og fremst kostnað í erlendri mynt. Einnig að leitast við að efnisval og verkhættir leiði til mannaflsfrekrar framkvæmdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×