Innlent

Starfsfólk Össurar gefur Rauða krossinum jólagjafir sínar

Rauði krossinn fékk einnig fatagjafir frá fyrirtækinu.
Rauði krossinn fékk einnig fatagjafir frá fyrirtækinu.

Jólagjafir stoðtækjaframleiðandans Össurar til starfsfólks síns eru smærri í sniðum þetta árið en oft áður. Í staðinn var ákveðið að henda hugmynd eins starfsmannsins á lofti og gefa 2000 krónur fyrir hvern starfsmann til jólaaðstoðar Rauða krossins.

Sjóðurinn, samtals 542 þúsund krónur, rennur óskiptur til jólaaðstoðar Rauða krossins og afhenti Erla Eiríksdóttir formaður starfsmannafélags Össurar hf. Rauða krossi Íslands gjafirnar fyrir hönd starfsmanna. Að auki söfnuðu starfsmenn sparifötum fyrir börn og afhentu Rauða krossinum við sama tækifæri.

Rauði krossinn hefur undanfarin ár verið í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar, mæðrastyrksnefndir og fleiri aðila víða um land vegna aðstoðar fyrir um jólin. Aukin þörf hefur reynst fyrir þessa aðstoð í ár og jók Rauði krossinn framlag sitt um 20 milljónir króna.

Um 250 sjálfboðaliðar félagsins koma að úthlutuninni um land allt. Framlög fyrirtækja og einstaklinga skipta máli fyrir starfsemi Rauða krossins og færir félagið starfsfólki Össurar miklar þakkir fyrir þeirra framtak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×