Innlent

Hæstiréttur sýknar í netbankamáli

Karlamaður sem dæmdur var í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að misnota aðgang sinn að gjaldeyrisviðskiptakerfi í Netbanka Glitnis var sýknaður af Hæstarétti í dag.

Maðurinn nýtti sér mistök starfsmanns Glitnis sem urðu til þess að kaup-og sölugengi víxlaðist og hagnaðist þannig á sölu á dollurum og evrum.

Í niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem dæmdi manninn í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, nýtti maðurinn sér þessa villu með kerfisbundnum og sviksamlegum hætti.

Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að maðurinn hefði ekki gerst sekur um að misnota aðgang sinn að netbankanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×