Innlent

Segir formann Geðlæknafélags Íslands fara fara með dylgjur

Andri Ólafsson skrifar

Magnús Skúlason forstjóri heilbrigðisstofnunnar Suðurlands hefur sett sig í samband við Landlækni vegna ummæla Kristófers Þorleifssonar, formanns Geðlæknafélags Íslands, í sjónvarpsfréttum RÚV í gær.

Þar lýsti Kristófer því yfir að þörf væri á að gera úttekt á starfsemi Réttargeðdeildarinnar á Sogni .

Magnús segir að samkvæmt lögum hafi Landlæknisembættið eftirlit með starfsemi heilbrigðisstofnana. Telji Kristófer ástæðu til að efast um starfsemi Réttargeðdeildarinnar beri honum að koma þeim efasemdum á framfæri við Landlæknisembættið í stað þess að vera með dylgjur í fjölmiðlum þar um.

"Formanni Geðlæknafélagsins hlýtur að vera kunnugt um eftirlitshlutverk Landlæknis," segir Magnús.

Í fréttum Sjónvarps í gær sagðist Kristófer Þorleifsson hafa af því áhuggjur hversu veikburða réttargeðdeildin væri og óskaði eftir úttekt á starfsemi hennar. Þetta sagði Kristófer í kjölfar máls yfirlæknis á Sogni sem hefur orðið uppvís að því að svíkja út ávanabindandi lyf. Yfirlæknirinn hefur síðan þá látið af störfum.


Tengdar fréttir

Starfsmenn á Sogni funda vegna fyrrverandi yfirlæknis

Starfsmenn Réttargeðdeildarinnar að Sogni funduðu í gærdag um þau mál sem komið hafa upp í fjölmiðlum undanfarna daga. Þar er annars vegar átt við mál Magnúsar Skúlasonar yfirlæknis og hins vegar viðtal við fyrrverandi vistmann að Sogni sem lýsti dvöl sinni þar sem helvíti.

Geðlæknir notaði nöfn fanga til að svíkja út lyf

Landlæknisembættið hefur til rannsóknar mál læknis sem hefur látið ávísa ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirra vitundar. Lyfin voru sótt af manni sem starfaði við áfengisráðgjöf fanga en ekki er vitað hvað um þau varð eftir að þau komust í hans hendur. Viðkomandi læknir hefur verið settur frá störfum. "Við lítum málið sérlega alvarlegum augum," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×