Innlent

Starfsmenn á Sogni funda vegna fyrrverandi yfirlæknis

Andri Ólafsson skrifar
Magnús Skúlason, fyrrverandi yfirlæknir réttargeðdeildarinnar að Sogni
Magnús Skúlason, fyrrverandi yfirlæknir réttargeðdeildarinnar að Sogni

Starfsmenn Réttargeðdeildarinnar að Sogni funduðu í gærdag um þau mál sem komið hafa upp í fjölmiðlum undanfarna daga. Þar er annars vegar átt við mál Magnúsar Skúlasonar yfirlæknis og hins vegar viðtal við fyrrverandi vistmann að Sogni sem lýsti dvöl sinni þar sem helvíti.

Magnús Skúlason hefur látið af störfum eftir að upp komst um lyfjamisferli hans en hann mun hafa svikið út mikið magn ávanabindandi lyfja.

Starfsfólkið að Sogni ræddi þessi mál á fundinum í gær. Þar kom fram óánægja með að upplýsingagjöf hafi verið að skornum skammti. Margir hafi fyrst frétt af máli Magnúsar í fjölmiðlum.

"Hljóðið í fólkinu var almennt gott. En því sárna að mál Magnúsar kunni að kasta skugga á það starf sem unnið er að Sogni. Því það liggur fyrir að meint brot Magnúsar eiga sér stað utan deildarinnar og koma henni ekki við," segir Magnús Skúlason forstóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands, og alnafni yfirlæknisins fyrrverandi.

Magnús vildi lítið tjá sig um mál fyrrverandi vistmanns sem sagði frá því í viðtölum í Fréttablaðinu og í fréttum Sjónvarpsins og vistin á Sogni hefði verið helvíti.

Hann sagði þó: "Starfsfólkið átti von á því að svona frásögn kæmi frá þessum tiltekna einstaklingi en menn eru á því að þarna sé ekki verið að fara rétt með."


Tengdar fréttir

Geðlæknir notaði nöfn fanga til að svíkja út lyf

Landlæknisembættið hefur til rannsóknar mál læknis sem hefur látið ávísa ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirra vitundar. Lyfin voru sótt af manni sem starfaði við áfengisráðgjöf fanga en ekki er vitað hvað um þau varð eftir að þau komust í hans hendur. Viðkomandi læknir hefur verið settur frá störfum. "Við lítum málið sérlega alvarlegum augum," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×