Lífið

Amy Winehouse komin með nýjan gæja

Amy Winehouse er komin með nýjan kærasta ef marka má slúðurpressuna í Bretlandi.

Samkvæmt heimildum The Sun fór Amy á mánudaginn síðastliðinn í fangelsið til Blake og tilkynnti honum að hún vildi skilja við hann. Þegar því var lokið hélt hún upp á áfangann með því að opna kampavínsflösku eða fimm. Þar hófst fylleríið ógurlega sem endaði í fangelsi í gær.

Myndir af söngkonunni og nýja manninum dúkkuðu upp í gær á meðan hún sat í fangaklefanum. Sá heppni heitir Alex Haynes og er aðstoðarmaður umboðsmanns hennar. Alex ku vera nokkuð frábrugðinn fyrrverandi eiginmanninum. Hann hvorki reykir né tekur eiturlyf, og drekkur í miklu hófi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.