Erlent

Rúmlega 300 handteknir í aðgerð gegn barnavændi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Robert Mueller, forstjóri FBI, stígur úr pontu eftir að hafa greint blaðamönnum frá málinu.
Robert Mueller, forstjóri FBI, stígur úr pontu eftir að hafa greint blaðamönnum frá málinu. MYND/AP

Rúmlega 300 manns hafa verið handteknir í mjög umfangsmikilli fimm daga aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar til höfuðs barnavændi. Aðgerðin náði til 16 borga í tíu ríkjum Bandaríkjanna og byggir að hluta til á átaki sem alríkislögreglan hóf árið 2003 með það fyrir augum að uppræta barnavændi. Á þeim fimm árum sem liðin eru síðan átakið hófst segir lögreglan að tekist hafi að bjarga 433 börnum frá kynlífsþrælkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×