Vilhjálmur braut ekki gegn reglum borgarinnar 4. september 2008 15:48 MYND/Vilhelm Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, braut ekki gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar þegar hann fór í veiðiferð ásamt nokkrum öðrum í Miðfjarðará í fyrra. Þetta kemur fram í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa Vinstri - grænna og Samfylkingarinnar. Líkt og Vísir greindi frá fyrir skemmstu fóru Guðlaugur Þór Þórðarson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Haukur Leósson og Björn Ingi Hrafnsson í veiði í Miðfjarðará um miðjan ágúst fyrir ári. Fram hefur komið að á sama tíma var Baugur með öll veiðileyfi árinnar á leigu. Haukur segir að hann hafi greitt Baugi 480 þúsund fyrir þrjú veiðileyfi og boðið Guðlaugi, Birni Inga og Vilhjálmi að þiggja þau. Borgarfulltrúar minnihlutans spurðu Hönnu Birnu á fundi borgarráðs í síðustu viku hvort hún hefði látið kanna málavexti umræddrar veiðiferðar og hvort hún stangis á við reglur borgarinnar. Í svari sem lagt var fram á fundi borgarráðs í dag segir Hanna Birna að samkvæmt innkaupareglum borgarinnar sé starfsmönnum Reykjavíkurborgar og fulltrúum í nefndum, ráðum eða stjórnum á vegum Reykjavíkurborgar óheimilt að þiggja boðsferðir sem tengjast viðskiptum við Reykjavíkurborg nema með sérstakri heimild borgarstjóra hverju sinni. „Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er ákvæði í innkaupareglum fyrirtækisins sem kveður á um að starfsmönnum sé óheimilt að þiggja boðsferðir sem tengjast viðskiptum fyrirtækja við Orkuveitu Reykjavíkur nema með sérstakri heimild forstjóra. Ákvæðið nær ekki til fulltrúa í stjórn fyrirtækisins," segir í svari Hönnu Birnu. Þá segir Hanna Birna að Vilhjálmur hafi sagt að ferðin hafi ekki verið farin í boði fyrirtækis, hún hafi verið farin í boði vinar og félaga til áratuga og að honum hafi verið ókunnugt um aðkomu Baugs að Miðfjarðará. Miðað við þau svör megi ljóst vera að þáverandi borgarstjóri braut ekki gegn reglum Reykjavíkurborgar. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, braut ekki gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar þegar hann fór í veiðiferð ásamt nokkrum öðrum í Miðfjarðará í fyrra. Þetta kemur fram í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa Vinstri - grænna og Samfylkingarinnar. Líkt og Vísir greindi frá fyrir skemmstu fóru Guðlaugur Þór Þórðarson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Haukur Leósson og Björn Ingi Hrafnsson í veiði í Miðfjarðará um miðjan ágúst fyrir ári. Fram hefur komið að á sama tíma var Baugur með öll veiðileyfi árinnar á leigu. Haukur segir að hann hafi greitt Baugi 480 þúsund fyrir þrjú veiðileyfi og boðið Guðlaugi, Birni Inga og Vilhjálmi að þiggja þau. Borgarfulltrúar minnihlutans spurðu Hönnu Birnu á fundi borgarráðs í síðustu viku hvort hún hefði látið kanna málavexti umræddrar veiðiferðar og hvort hún stangis á við reglur borgarinnar. Í svari sem lagt var fram á fundi borgarráðs í dag segir Hanna Birna að samkvæmt innkaupareglum borgarinnar sé starfsmönnum Reykjavíkurborgar og fulltrúum í nefndum, ráðum eða stjórnum á vegum Reykjavíkurborgar óheimilt að þiggja boðsferðir sem tengjast viðskiptum við Reykjavíkurborg nema með sérstakri heimild borgarstjóra hverju sinni. „Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er ákvæði í innkaupareglum fyrirtækisins sem kveður á um að starfsmönnum sé óheimilt að þiggja boðsferðir sem tengjast viðskiptum fyrirtækja við Orkuveitu Reykjavíkur nema með sérstakri heimild forstjóra. Ákvæðið nær ekki til fulltrúa í stjórn fyrirtækisins," segir í svari Hönnu Birnu. Þá segir Hanna Birna að Vilhjálmur hafi sagt að ferðin hafi ekki verið farin í boði fyrirtækis, hún hafi verið farin í boði vinar og félaga til áratuga og að honum hafi verið ókunnugt um aðkomu Baugs að Miðfjarðará. Miðað við þau svör megi ljóst vera að þáverandi borgarstjóri braut ekki gegn reglum Reykjavíkurborgar.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira