Innlent

Hafa opnað neyðarlínu fyrir verðandi mæður

Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands.
Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands.

Tveggja sólarhringa verkfall ljósmæðra hófst á miðnætti og er nú neyðaráætlun í gildi. Ljósmærðafélag Íslands hefur opnað símanúmer og kallar það rauðu línuna.

Það er stuðningslína fyrir verðandi mæður og fjölskyldur þeirra. Þar fást upplýsingar um hvert verðandi mæður geta leitað og fengið þjónustu á meðan á verkfallsaðgerðum stendur. Númerið er 571-0000. Næsti samningafundur ljósmæðra og ríkisins hefur verið boðaður klukkan tíu, fyrir hádegi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×