Innlent

Lést um borð í fiskibáti

Karlmaður á sjötugsaldri lést um borð í litlum fiskibáti í gærkvöldi og rak bátinn upp í fjöru á Geldinganesi við Grafarvog í Reykjavík. Sjúkraflutningamenn, sem komu á vettvang, hófu þegar endurlífgunaraðgerðir, en þær báru ekki árangur. Ekkert bendir til að maðurinn hafi slasast um borð, heldur megi rekja andlátið til veikinda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×