Innlent

Hóta lögsókn endurskoði stjórnvöld ekki ákvörðun um umhverfismat

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra. MYND/Vilhelm

Stjórn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, hefur samþykkt ályktun vegna úrskurðar umhverfisráðherra um sameiginlegt umhverfismat vegna virkjana, háspennulína og álvers á Norðausturlandi. „Stjórnin skorar á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína til að lágmarka þann skaða sem að óbreyttu gæti hlotist af úrskurðinum,"segir í áskoruninni.

Þá segir einnig, að „náist ekki ásættanleg niðurstaða í þeim efnum telur stjórn Samorku nauðsynlegt, með hliðsjón af alvarleika málsins, að dómstólar verði látnir skera úr um lögmæti úrskurðar ráðherra, vegna framtíðarhagsmuna orkuiðnaðarins."

Í áskoruninni kemur einnig fram að standi úrskurðurinn óhaggaður, og falli rannsóknarboranir undir hann, muni það tefja undibúning verkefna á Norðausturlandi um að minnsta kosti eitt ár og valda aukakostnaði sem nemur hundruðum milljóna króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×