Innlent

Siðareglur borgarfulltrúa kláraðar fyrir 1. desember

Magnús Þór Gylfason.
Magnús Þór Gylfason.

Magnús Þór Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra, verður formaður starfshóps sem ætlað er að ljúka gerð siðareglna fyrir kjörna fulltrúa á vegum Reykjavíkurborgar. Auks hans sitja þau Gísli Marteinn Baldursson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir í hópnum.

Fram kemur í tilkynningu borgarinnar að samstaða hafi ríkt um að setja slíkar reglur en málið hafi dagað uppi í borgarkerfinu síðustu misseri. Þó liggja fyrir ýmis undirbúningsgögn og drög að siðareglum. Lögð er áhersla á að vinna starfshópsins taki mið af fyrirliggjandi gögnum og samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, Siðfræðistofnun Íslands og fleiri aðila. Starfshópurinn á að skila af sér fyrir 1. desember næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×