Innlent

Samþykktu nýgerðan kjarasamning við ríkið

Félagsmenn í Starfsmannafélagi Suðurnesja samþykktu samhljóða nýgerðan kjarasamning við ríkið. Þetta kemur fram á heimasíðu BSRB. Þar segir einnig að Félag starfsmanna stjórnarráðsins hafi einnig samþykkt samninginn.

Um 45 prósent félagsmanna sem eru með samning við ríkið og starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja greiddu atkvæði og samþykktu samninginn samhljóða. 85 prósent starfsmanna stjórnarráðsins samþykktu samninginn, átta prósent sögðu nei og sjö prósent skiluðu auðu.

Kosningin í stjórnarráðinu var rafræn og tóku 56 prósent félagsmanna þátt í henni. Þessi félög eru þau fyrstu ljúka kosningu um samninginn en niðurstöður eiga að liggja fyrir eigi síðar en 20. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×