Innlent

19 ára dæmdur fyrir líkamsárás

19 ára Kópavogsbúi var í Héraðsdómi Norðurlands eystri í dag

dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás.

Maðurinn játaði að hafa slegið annan mann tveimur þungum hnefahöggum í andlitið á tjaldtæðinu við Hamra á Akureyri í júní í fyrra.

Sá sem varð fyrir árásinni féll í jörðina og vankaðist.

Árásarmaðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög svo vitað sé og því þótti rétt að skilorðsbinda refsingu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×