Innlent

Jóhann um ályktun lögreglustjóra: Skil þá stöðu sem þeir eru í

Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist skilja yfirlýsingu Lögreglustjórafélags Íslands sem send var fjölmiðlum í dag.

Þar var stuðningi lýst við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra en hann og Jóhann hafa tekist á í fjölmiðlum síðan Björn ákvað auglýsa stöðu Jóhann lausa til umsóknar.

Jóhann ákvað í kjölfarið að láta af störfum nú um mánaðarmótin. Samskipti hans og Björns hafa verið mikið í umræðunni síðan.

Varðandi ályktun lögreglustjóra sagði Jóhann við Vísi: "Ég skil þá stöðu sem þeir eru í og óska þeim alls hins besta."






Tengdar fréttir

Lögreglustjórar styðja Björn

Lögreglustjórafélag Íslands lýsir yfir eindregnum og óskoruðum stuðningi við dómsmálaráðherra og starfsmenn dómsmálaráðuneytis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×