Megra þarf 120 kg hund fyrir uppskurð Atli Steinn Guðmundsson skrifar 31. október 2008 08:13 Rýrt mun verða fyrir honum smámennið. MYND/Caters Stærsti hundur Bretlands er kominn í skyndimegrun eftir að ljóst varð að hann er allt of þungur til að geta gengist undir skurðaðgerð. „Sárt ert þú leikinn Sámr fóstri ok búið svo sé til ætlat at skammt skuli okkar í meðal," sagði Gunnar á Hlíðarenda við hundinn Sám á ögurstundu. Þetta kom þó ekki til af því að Sámur skyldi gangast undir skurðaðgerð vegna slitins liðbands í vinstra afturfæti en svo er hins vegar um hinn breska Samson, 120 kílógramma stóra dan sem nær tæpum tveimur metrum þegar hann stendur á afturfótunum þótt ekki sé nema fjögurra vetra gamall. Þetta er allt of mikið til að dýrið eigi þess nokkurn kost að jafna sig í fætinum eftir aðgerðina svo eigendurnir, hjónin Ray og Julie Woods í Lincolnskíri, eru tilneydd að megra Samson og það töluvert. Þetta verður þó ekkert áhlaupaverk þar sem blessuð skepnan hefur lifað í vellystingum og þykir fátt unaðslegra en að gæða sér á kalkúni. Sú veisla er þó búin í bili. Nú fær Samson þurrmatinn sinn tvisvar á dag og leggst í stífa líkamsrækt þar til hann þykir hæfur til að leggjast á skurðarborðið án þess að jafna það við jörðu. Reyndar játar Julie að hún gauki nú kalkúnslæri að dýrinu svona á föstudögum. Annars væri Samson hreinlega...eins og snúið roð upp í hund. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Stærsti hundur Bretlands er kominn í skyndimegrun eftir að ljóst varð að hann er allt of þungur til að geta gengist undir skurðaðgerð. „Sárt ert þú leikinn Sámr fóstri ok búið svo sé til ætlat at skammt skuli okkar í meðal," sagði Gunnar á Hlíðarenda við hundinn Sám á ögurstundu. Þetta kom þó ekki til af því að Sámur skyldi gangast undir skurðaðgerð vegna slitins liðbands í vinstra afturfæti en svo er hins vegar um hinn breska Samson, 120 kílógramma stóra dan sem nær tæpum tveimur metrum þegar hann stendur á afturfótunum þótt ekki sé nema fjögurra vetra gamall. Þetta er allt of mikið til að dýrið eigi þess nokkurn kost að jafna sig í fætinum eftir aðgerðina svo eigendurnir, hjónin Ray og Julie Woods í Lincolnskíri, eru tilneydd að megra Samson og það töluvert. Þetta verður þó ekkert áhlaupaverk þar sem blessuð skepnan hefur lifað í vellystingum og þykir fátt unaðslegra en að gæða sér á kalkúni. Sú veisla er þó búin í bili. Nú fær Samson þurrmatinn sinn tvisvar á dag og leggst í stífa líkamsrækt þar til hann þykir hæfur til að leggjast á skurðarborðið án þess að jafna það við jörðu. Reyndar játar Julie að hún gauki nú kalkúnslæri að dýrinu svona á föstudögum. Annars væri Samson hreinlega...eins og snúið roð upp í hund.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira