Innlent

Alvarlegum bifhjólaslysum fjölgar

Ágúst Mogensen er forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðaslysa.
Ágúst Mogensen er forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðaslysa.

Árið 2007 fórust þrír bifhjólamenn í umferðarslysum. 21 slasaðist alvarlega í fyrra samanborið við 6 árið 2003. Frá árinu 1998 hafa 10 bifhjólamenn farist í umferðarslysum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa fyrir árið 2007.

Árið 2007 fórust 15 einstaklingar í 15 banaslysum í umferðinni og er það 16 dauðsföllum færra en árið 2006. Í sex tilfellum var ökuhraðinn yfir hámarkshraða eða ekið var of greitt miðað við aðstæður.

Alls voru fjögur banaslys á Suðurlandsvegi á seinasta ári. Öll slysin voru framanákeyrslur sem hefði mátt komast hjá með aðgreiningu akstursstefna að mati rannsóknarnefndarinnar.

Að mati nefndarinnar eru líkur á að í tveimur banaslysum árið 2007 hefði hinn látni lifað slysið af ef hann hefði verið spenntur í öryggisbelti.

Algengt er á sumrin að banaslys verði í umferðinni vegna þess að ökumenn aka eftir að hafa neytt áfengis. Rannsóknarnefnd umferðarslysa varar ökumenn sérstaklega við þessari hættu sumarið 2008.

Skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×