Innlent

Glerverksmiðja á Hellu slapp vel

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hella.
Hella.

Óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist í Glerverksmiðjunni Samverki á Hellu í jarðskjálftanum í gær en þar brotnaði ekki neitt. „Maður hugsaði um allt fólkið sem var frammi í sal að vinna innan um allt glerið," sagði Sigríður Hannesdóttir, starfsmaður Samverks.

Hún sagði um 40 manns starfa hjá Samverki og auðvitað hefði það verið mesta mildi að engin slys urðu. Kippurinn hefði þó verið allverulegur á staðnum. Sigríður sagði erfitt að gera nokkrar sérstakar ráðstafanir í glerverksmiðjum vegna jarðskjálftahættu: „Það er náttúrulega aldrei hægt að varast það almennilega, glerið er bara laust í rekkum og þarf ekkert mikið til að það hrynji," sagði Sigríður og bætti því við að nokkuð hefði verið um að hlutir féllu úr hillum í nágrenninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×