Innlent

Þriggja mánaða vanskil aukast

Guðmundur Bjarnason
Guðmundur Bjarnason

„Þessar tölur bera augljóslega með sér að vanskil eru að aukast, en þetta er langt frá því versta sem við höfum séð," segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs.

Vanskil hjá sjóðnum hafa aukist jafnt og þétt undanfarna mánuði. Miðað er við þriggja mánaða vanskil. Í febrúar voru 1,3 prósent lántakenda í vanskilum við sjóðinn en nú er hlutfallið komið upp í 1,6 prósent. Þetta þýðir að yfir 750 manns eru í vanskilum við Íbúðalánasjóð. Í desember árið 2004 voru um tvö þúsund lántakendur í vanskilum við sjóðinn.- ikh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×