Innlent

Dýrin tóku skjálftanum misvel

Oft er sagt að dýr hagi sér undarlega rétt fyrir stóra jarðskjálfta og að þau finni á sér að jarðhræringar séu væntanlegar. Nú þegar hafa fregnir borist af því að hestar hafi byrjað að stappa niður hófum sínum rétt áður en jarðskjálftinn reið yfir í gær.

Hjá Eldhestum í Hveragerði voru hins vegar engir hestar innandyra en um hundrað dýr voru úti á túni. Jenny Hemp, þýskur starfsmaður Eldhesta, var stödd mitt í hestahjörðinni rétt fyrir skjálftann og segir hún að hestarnir hafi greinilega orðið varir við mikinn hávaða rétt áður en skjálftinn reið af. „Þeir misstu stjórn á sér og hófu að hlaupa eins og þeir ættu lífið að leysa," útskýrir Jenny. Hestarnir róuðust hins vegar fljótt og að sögn Jenny jafnaðist ástandið fljótt.

Hjá Dýraspítalanum í Víðidal fengust þær upplýsingar að spítalinn hafi ekki þurft að sinna neinu dýri vegna skjálftans. Dýrin sem vistuð voru á spítalanum voru einnig hin rólegustu enda öllu vön að sögn starfsmanns spítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×