Erlent

Afklæddust fyrir aðgöngumiða á úrslitaleikinn í Evrópukeppninni

Ein af myndum Tunicks.
Ein af myndum Tunicks.

Hundruð Austurríkismanna klæddu sig úr öllum fötunum í dag og létu ljósmynda sig kviknakta á íþróttaleikvangi í Vínarborg þar sem úrslitaleikurinn í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu verður leikinn í sumar. Fólkið fékk að launum ókeypis aðgöngumiða en það fór einnig úr fötunum til að láta ljósmyndarann Spencer Tunick mynda sig en hann er frægur fyrir að taka hópmyndir af nöktu fólki um allan heim. Meðal annars ljósmyndaði hann 600 manns á svissneskum jökli í fyrrasumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×