Innlent

Sex á palli

MYND/Róbert

Ökumaður dráttarbíls hefur verið kærður fyrir að hafa á bíl sínum flutt jeppa fullan af fólki.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar á Selfossi að tilkynnt hafi verið um ferðir dráttarbílsins á fimmtudag. Lögreglan stöðvaði dráttarbílinn við Þjórsá og þá í ljós að ökumaður dráttarbifreiðarinnar hafði verið að sækja bilaða jeppabifreiðina og var á leið með hana til Reykjavíkur. Í jeppabifreiðinni voru sex franskir ferðamenn og tveir þeirra deildu með sér einu öryggisbelti þar sem ekki voru sæti fyrir nema fimm manns. Lögregla segir flutning sem þennan óheimilan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×