Innlent

Málari slasaðist við fall af þaki

MYND/Sigurjón

Málari að vinnu á þaki Kvennaskólans við Fríkirkjuvegi féll fyrr í dag á neðra þak hússins og slasaðist lítillega.

Sjúkralið og lögregla var kölluð til og aðstoðaði slökkvilið við að ná manninum niður af þakinu. Þær upplýsingar fengust hjá sjúkraliði á vettvangi að maðurinn væri ekki mikið slasaður en vegna meiðsla hans væri erfiðara en ella að ná honum niður af þakinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×