Innlent

Lífeyrissjóðirnir hafa lánað 14 milljarða til fasteignakaupa

MYND/Páll Bergmann

Stærstu lífeyrissjóðir landsins lánuðu um 14 milljarða króna á fyrstu sjö mánuðum ársins til sjóðsfélaga vegna fasteignakaupa. Þetta kemur fram á vef Landssamtaka lífeyrissjóða.

Þar er jafnframt bent á að þetta sé umtalsverð fjárhæð í samanburði við lánveitingar Íbúðalánasjóðs en hann lánaði um 33 milljarða króna á sama tímabili. Benda landssamtökin á að þessar tölur beri glöggt með sér að lánveitingar lífeyrissjóðanna gegni mikilvægu hlutverki á fasteignamarkaði á sama tíma og viðskiptabankar og sparisjóðir hafi dregið verulega úr lánum til fasteignakaupa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×