Innlent

Leggja tólf milljónir í uppbyggingu brunna í Malaví

SPRON og Hjálparstarf Kirkjunnar hyggjast leggja til 12 milljónir króna til styrktar uppbyggingu 75 vatnsbrunna í Malaví sem á að tryggja enn fleiri íbúum þar í landi aðgang að hreinu vatni.

Þá er biskupinn í Malaví, doktor Joseph Paul, staddur hér á landi og var haldin móttaka í útibúi SPRON í Ármúla þar sem hann þakkaði starfsfólki þar fyrir að safna tveimur milljónum króna fyrir skólastarf malavískra barna í fyrra.

Þá hyggst SPRON og starfsmannafélagið kynna nýtt söfnunarátak þar sem safnað verður fé til kaupa á fimm þúsund skópörum fyrir börn í Malaví. Stór fjöldi malavískra barna gengur um skólaus en með skóm fæst ágæt forvörn gegn sýkingum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×